The masquerade mini by Juvia's

S N Y R T I V Ö R U R
Varan er fengin að gjöf en það hefur ekki áhrif á skoðun mína.

Þessi fáránlega fallega paletta er loksins orðin mín! Mig er búið að langa lengi í hana og var svo kom Juvia's sending til shine.is og hún Eyrún hjá Shine var svo ótrúlega góð að gefa mér eina! 

Ég gat eiginlega ekki beðið og gerði strax lúkk á snappinu mínu en mig langaði líka að deila því hér. 

IMG_5798.jpg

Myndirnar eru alveg ósnertar, eruði að sjá þessa liti?? 

Auðvitað var ég strax ótrúlega skotin í brúnu jarðlitunum en ég ákvað að fara aðeins út fyrir þægindarammann og gera litað lúkk! Ég var fáránlega skotin í því og það varð miklu meira svona wearable ( hvernig í veröldinni er það á íslensku ? ) heldur en ég hélt. Hélt ég myndi aldrei geta farið með þetta út en ég hefði alveg getað það! 

Verð nú að viðurkenna ég er rosalega skotin í þessu lúkki og er spennt að prófa alla hina litina sem eru meira í jarðtónum. Bara svona fyrir ykkur sem fylgdust ekki með þá spreyjaði ég ekki augnskuggan með spreyji eða neitt til að gera litinn sterkari, hann er bara svona! 

Ég hef talað mjög mikið um Nubian 2 palettuna frá Juvia's og finnst hún ótrúlega flott líka! Það er mikill kostur við þessa er að það eru svo margir blöndunarlitir í þessari. Er samt ótrúlega skotin í þeim báðum og vantar bara grænu palettuna til að eiga allar! 

Svo fallegir litir!
Þeir sem ég notaði í lúkkið voru: 
Zobo
Bori
Makeda
Zola 

IMG_5876.jpg

Já segir þetta ekki allt þegar að augnskugginn felur tattúið? 
 -> Þegar ég swatcha augnskugga þá renni ég bara fingrinum einu sinni fram og til baka og þannig finnst mér ég fá bestu lýsinguna á hvernig augnskuggarnir eru. 

IMG_5881.jpg

Þetta eru svona klassískir blöndunarlitir sem allir elska! 


Mig langaði svo mikið í samstarfi við shine.is að gefa eina svona palettu! Kíkið yfir á instagramið mitt til að geta unnið svona palettu! 

Á instagram heiti ég fanneydora.com_