Christmas Red

S N Y R T I V Ö R U R
Vörurnar sem eru * merktar fékk ég að gjöf, hinar keypti ég sjálf.  

Ég leyfi mér að nota rauða varaliti allan ársins hring en það er sérstaklega skemmtilegt um jólin. Það eru nokkrir rauðir litir sem mig langar að segja ykkur frá vegna þess að liturinn, áferðin og formúlan er ekki eins á neinum af þeim! 

* Rebel Red - Maybelline
- Þessi formúla er alveg einstök þar sem hún er eins og varaliturinn sé þeyttur og einskonar erins og ,,mús''? Það er auðvelt að setja hann á þar sem ásetjarinn er mjög þæginlegur. Hann er meira eins og þykkt gloss, það er mjög erfitt að lýsa formúlunni. Hann verður ekki þurr eins og fljótandi varalitur og er þessvegna mjög þæginlegur fyrir ykkur sem eruð t.d. með varaþurrk eða finnst óþæginlegt að nota fljótandi varaliti. 

* 12 - Inglot
- Þessi formúla verður alveg þurr og helst ótrúlega vel. Fullkomið fyrir ykkur sem að langar að varaliturinn endist út allar máltíðarnar um jólin! Liturinn er miklu fallegri á vörunum heldur en hann er á þessu swatchi, einstaklega mikill blá rauður litur sem er uppáhalds rauði liturinn minn. 

Atlantic City - Ofra Cosmetics
- Þennan varalit hef ég átt lengst og öruglega notað hann sem mest. Formúlan hentar mér mjög vel þar sem ég er stundum þurr á vörunum og þessi varalitur er eins og blanda af Ruby Red og 12. Ekki alveg smitfrír en mjög þæginlegt að hafa hann á og hann helst út heila máltíð. 

* Red Velvet - L.a Splash
- L.a Splash varalitirnir eru þekktir fyrir að endast vel á vörunum og þessvegna er þessi fullkominn fyrir hátíðarnar. Hann er fallega flauels rauður og ótrúlega mjúk áferð á honum, ásetjarinn er mjög þæginlegur tígullaga og fer nóg á hann. 

* Ruby Light - Smashbox
- Þetta er gloss en ekki beint varalitur, en hann er fullkominn fyrir ykkur sem þolið ekki varaliti og viljið bara fá smá rauðann lit á varirnar. Smashbox glossin eru ótrúlega þæginleg og alls ekki klessuleg. Er reyndar ekki viss hvort það sé hægt að kaupa hann stakann en ég fékk hann í kassa með öðrum glossum frá smashbox. 

* Code Red - Makeup Store
- Þetta er eini varaliturinn á listanum sem er ekki í fljótandi formi. Ótrúlega mjúkur og þæginlegur varalitur, mæli með að hafa varablýant undir en það er samt alls ekki nauðsynlegt! Það sem ég fýla við þennan varalit er að mér finnst svo þæginlegt að setja hann á t.d. eftir mat bara skella honum yfir sem mér finnst ekki vera hægt með fljótandi varaliti. Þá verður maður að hafa spegil, en með svona varalit er bara hægt að skella honum á. 

Það eru margir aðrir rauður, dekkri og ljósari sem eru í uppáhaldi líka en ég ákvað að taka bara varalitana sem eru alveg eldrauðir. 

Screen Shot 2016-12-10 at 10.46.59.png