Jólagjafahandbók '16 #5

 L Í F I Р

Eftir að hafa sett inn gjafalistann í gær þá fannst mér vanta smá lista með vörum sem hægt er að kaupa bara í Hagkaup og Lyf&Heilsu til dæmis. Þar sem ég þekki ansi marga sem vilja bara finna allar jólagjafirnar sínar í Smáralind eða Hagkaup þannig mig langaði að gera smá óskalista 

1. Lancome dagkrem Hydra Zen Nuit næturkremið lítur ótrúlega vel út! Næturkrem er einhvað sem flestum vantar og eiga ekki nóg af. 
2. GlamGlow hreinsarnir eru ótrúlega flott og vegleg gjöf. Það eru til margir mismunandi hreinsar, það er mjög mikið í hverjum hreinsi og þetta er klárlega lúxus vara. 
3. GlamGlow maskarnir eru líka önnur lúxusgjöf sem er þvílíkt flott vara, hann er í svo flottum umbúðum og ótrúlega falleg gjöf. Það eru til maskar sem eru með allskyns notagildi, t.d. er blái maskinn rakamaski, svarti maskinn er maski til að draga úr fínum línum svo er peel off maski og það er mjög gott úrval af möskum! 
4. Estée Lauder bb kremið hef ég heyrt mikið um og búin að langa í það lengi! Mæli með því í jólapakkann. 
5. Origins er líka nýtt merki hér á landi og það er svo flott og margt spennandi frá þeim! Allskyns vörur fyrir mismunandi húðtýpur og þið getið valið vörur fyrir svo margar mismunandi týpur! Hreinsimaskinn frá Origins er alveg klárlega ein af vinsælustu vörunum hjá þeim og mig langar svo að prófa hann! 
6. En ég varð að segja ykkur frá minni uppáhalds Origins vöru, það er þessi græni maski. En hann er hægt að nota sem hreinsi og er algjörlega búinn að bjarga húðinni minni. Ég var með svo miklá áferð á enninu en hún minnkar alltaf mikið þegar ég er dugleg að nota hann. Mæli með að þið kíkið á þennan maska fyrir ykkur eða til að setja í jólapakkann! 

7. Settingsprey/rakasprey eru möst fyrir þau sem eru að farða sig og spreyin frá Nyx eru algjört æði! Það er létt og líka ódýrt.
8. Smashbox primer vatnið á að vera ótrúlega gott en ég heyri mjög mikið um það talað! Langar ótrúlega mikið að prófa það!
9. Settingsprey og rakasprey eru tvennt ólíkt og þetta Urban Decay settingsprey er eitt af bestu á markaðnum.
10. Armani Diamond ilmvatnið er alltaf frekar öruggur kostur, undirrituð hefur sjálf gefið það í jólagjöf og það var mjög vel heppnuð gjöf!
11. Daisy ilmvötnin eru ein af mínum uppáhalds en það er held ég eina línan af ilmvötnum þar sem ég fýla eiginlega allar lyktirnar og langar að safna þeim öllum!
12. Black Opium ilmvatnið er mjög gott líka, lyktin er djúp og rík. Falleg flaska og ótrúlega falleg eign.
 Farðar, það er alltaf ansi erfitt að velja farða fyrir aðra. En ég tók saman 3 farða sem eru spennandi í Hagkaup. Þótt þeir séu ótrúlega margir spennandi, ég get ekki einu sinni talið þá alla sem mig langar að prófa! 
13. All nighter farðinn hefur verið mjög umtalaður og mig langar mjög mikið að prófa hann en Urban Decay farðarnir eru mjög girnilegir og flottar umbúðir! 
14. Fit me farðarnir frá Maybelline eru bara algjört æði og klárlega einn af mínum uppáhalds förðunum mínum og á svo góðu verði! 
15. Studio Skin farðann frá Smashbox hefur mig langað að prófa í smá tíma og heyrt svo marga mæla svo mikið með þessum farða! Þessi er kominn á óskalistann, klárlega. 

16. Naked basics paletturnar eru mjög sniðugar í gjafir vegna þess að þær henta öllum og einhvað sem flestum vantar að eiga. 
17. Nyx Contour palettan er klárlega búin að vera ein af vinsælustu skyggingarpalettunum í ár og hún er líka á rosalega góðu verði! Mæli með að kíkja á hana því hún verður pottþétt mjög vinsæl í jólapakkann. 
18. Maybelline nudes palettan er mjög góð og sérstaklega ef þið eruð að leita af gjöf fyrir þau sem eru að byrja að mála sig og vantar þessa klassísku liti. 
19. Rimmel paletturnar eru mjög sniðugar í gjöf því að þær eru svo litlar og ferðavænar. Sniðugar líka því allir litirnir í palettunni fara svo vel saman.
20. Það er alltaf sniðugt að veðja á hlutlausan varalit þegar kemur að gefa varaliti í gjöf og þessi formúla frá Maybelline er algjör snilld.
21. Ekki bara er pakkningin hjá Ysl ótrúlega falleg heldur eru líka gæði í vörunni! Það eru til margir litir af þessum Ysl varalitum og þar sem þeir eru á óskalistanum mínum þá varð ég að setja þá hér! 22-24.  BB krem eru mjög sniðug gjöf þar sem að litaúrvalið er mjög einfalt, það eru yfirleitt bara nokkrir litir. Þessi þrjú eru mjög vinsæl og ef þig langar sérstaklega að gefa einhvað eins og farða eða bb krem þá mæli ég með þessum þremur! 
25. Ysl glossin eru svo girnileg, og núna eru gloss að koma mjög sterk inn þannig þessi gloss verða vinsæl í pakkann í ár! 
26. Þennan Ysl varalit á ég og mæli klárlega með honum, svo falleg gjöf! 

Þetta eru bara nokkrar hugmyndir en mig langar að prófa svona 98% af öllu sem er í snyrtivörudeildinni í Hagkaup! Ég reyndi að velja sem fjölbreyttast og einhvað frá öllum, þótt ég gæti endalaust gert lista með öllu sem mig langar í! 

Svo er alltaf ótrúlega sniðugt ef þú veist ekkert hvað skal gefa að gefa einhverskonar dekur, spa, neglur, nudd, fótsnyrtingu eða einhvað sem fólk er ekki alltaf að leyfa sér! 

Screen Shot 2016-12-10 at 10.46.59.png