Jólagjafahandbók '16 #4

L Í F I Р

Jæja þá er komið að uppáhalds handbókinni minni, handbókinni fyrir fólk sem elskar snyrtivörur! Ef þú þekkir einhvern sem að elskar snyrtivörur eða langar að bæta í safnið sitt þá mæli ég með að skoða þennan lista! Ég ætla að segja ykkur aðeins frá þessum vörum og afhverju ég mæli með þeim í pakkann í ár! 

1. Fyrst verð ég að nefna bókina andlit, þessi bók mun slá í gegn hjá öllum í ár held ég! Alveg frá þeim sem eru að byrja í þá sem eru lengra komna. Mig langar ótrúlega mikið að glugga í hana og mæli með að kíkja á hana, fæst til dæmis hjá nola.is
2. Glimmer!! Það elska allir glimmer sérstaklega í kringum hátíðarnar og mér kitlar magann við að prófa glimmerið frá merkinu Medusa's makeup sem fæst hjá haustfjord.is.
3. Varalitirnir frá Makeup Store eru algjört æði og snilld að bæta í jólapakkann eða falleg vinkonugjöf. Uppáhalds varaliturinn minn frá mstore.is er Mocha Rose og hann fer flestum húðlitum ótrúlega vel enda fallegur nude litur. 
4. Oval burstar eru búnir að vera rosalega mikið í tísku enda eru þeir bara ótrúlega sniðugir! Það eru til mjög sniðug 10 bursta sett hjá daria.is, sem er ótrulega vegleg og falleg gjöf. 
5. FaceTox maskarnir frá www.alena.is eru algjört æði. Þeir hreinsa svo vel húðina og eru klárlega einir af mínum uppáhalds möskum! Það er bæði hægt að kaupa kassa og í honum eru 7 maskar, 7 rósavötn til að blanda í maskaduftið og lítil skál og sleif. Það er einnig hægt að kaupa bara stakan maska og rósavatn með, sem er líka sniðugt til að bæta í pakkann! 
6. ViseArt er merki með ótrúlega fallega augnskugga, þeir eru án efa eitt af bestu merkjum á markaðnum í dag. Þessi paletta er ótrúlega sniðug og hentar langflestum, mig langar allaveganna fáránlega mikið í þessa og held að flestir séu sammála! Fæst hjá www.fotia.is.
7. Maskar eru klárlega málið í ár og þetta sett frá Muddy Body sem fæst hjá www.lineup.is er algjört æði. Þetta eru maskaduft sem maður blandar við vatn og úr verður leir maski. 

8. Flexi palettan frá inglot.is er ótrúlega sniðug gjöf þar sem hún er svo fjölhæf. Það er hægt að kaupa stakar vörur frá Inglot með og setja í. Svo er hægt að setja allar segulvörur þar ofan í, ég elska mína svona palettu og mæli mjög mikið með henni! 
9. Physicians Formula shimmer strips er svo sniðug gjöf því það vantar alltaf öllum highlighter og hann er með tveimur burstum inní. Þannig þetta er ótrúlega falleg og vönduð gjöf og mér finnst varan líka ótrúlega góð! Bæði þessi highlighter og fleiri vörur frá merkinu fást hjá shine.is
10. B. Tan, hverjum langar ekki að vera brún um jólin?! Ég hef heyrt ótrúlega góða hluti af þessum vörum og langar mikið að prófa! Allar B. Tan vörurnar fást hjá daria.is
11. Jessup burstarnir eru sjúklega djúsi og eru þið að grínasts með verðið á þeim?! Þetta er fáránlega flottir burstar og kosta svo lítið að það er bara grín! Mig langar klárlega að fá mér stóra settið en það eru til mörg mismunandi, mæli með að kíkja á þá hjá shine.is.   
12. Dust & Dance glimmerin eru svo mögnuð, mig langar í ÖLL. Þau eru ótrúlega vinsæl og góð gjöf til að rokka fallegt glimmer um hátíðarnar. Fæst á haustfjord.is.       
13. Velvet 59 er nýtt merki í sölu hjá alena.is og ég hef heyrt mikið um þessar vörur og langar ótrúlega mikið að prófa! Mæli mikið með að kíkja á þær! 
14. Velour augnhár eru augnhár sem mig er búið að langa að prófa lengi og þessi týpa heitir ,, Doll Up '' Þau eru ótrúlega girnileg og þetta eru gæða augnhár sem yrðu flott í hvaða pakka sem er! Fást hjá lineup.is 
 

15. Clarisonic bursti er ennþá á óskalistanum mínum og búinn að vera það í mörg ár. Það er held ég möst fyrir fólk sem að málar sig mikið og vill hafa húðina vel hreina! Fæst í hagkaup t.d. 
16. Beauty Blender sett, þetta er mjög takmarkað sett og það lúkkar bara svo fáránlega girnilega. Það er ekki hægt að eiga nóg af Beauty Blenderum, þetta sett fæst hjá coolcosiceland.is
17. Color Sensational varalitirnir frá Maybelline eru rosalega fallegir og öruglega uppáhalds möttu varalitirnir mínir sem eru ekki fljótandi. Þeir eru ótrúlega mjúkir og góðir, Divine wine og nr 930 eru rosalega vinsælir og fara mjög mörgum. Fást td í Hagkaup. 
18. First Aid Beauty kittin eru mjög sniðug því þá er hægt að prófa margar af bestu vörunum frá merkinu og sjá hvað maður fýlar áður en maður kaupir stóru gerðina. Ég fýla fab vörurnar mjög mikið og allar þessar sem eru í þessum pakka! Fæst hjá fotia.is
19. Herbivore vörurnar eru ótrúlega girnilegar og sérstaklega þessi blái maski! Mæli með að kíkja á þær hjá nola.is
20. Trio augnskuggarnir frá Makeup Store eru mjög sniðug gjöf þar sem þeir fara allir vel saman og gæti hentað sem lítil paletta. Gæðin eru mikil og fæst hjá mstore.is
21. Þessi highlighter frá inglot.is er öruglega uppáhalds highlighterinn minn! Sá/sú sem að fær hann í pakkann sinn er að fá einn af bestu highlighterum á markaðnum! 

22. Nkd body maskarnir frá lineup.is eru ótrúlega næs og sérstaklega fyrir fólk á hraðferð, þeir þorna hratt og hreinsa húðina vel. 
23. MUA highlightera settið sem fæst hjá haustfjord.is líta ótrulega vel út og ég hef heyrt mjög góða hluti af þeim! 
24. Demantasvampurinn frá Real Techniques er mjög góð gjöf, fallegur svampur sem svíkur engan! Fáránlega falleg gjöf, sem er ótrúlega sæt í pakkann. Fæst t.d. í Hagkaup og lyf&heilsu, 
25. Lit Kit er mjög sætt glimmer kit, í því eru glimmer, glimmer festir og bursti. Mjög sniðugt kit sem allir dýrka! Lit glimmerin eru ótrúlega góð og þæginleg til að vinna með, fæst hjá fotia.is
26. Lotus augnhárin eru sjúklega næs, þau eru minka augnhár en mjög létt og þæginlegt að vinna með þau. Þetta eru augnhár nr 151 og fást hjá daria.is  
27. Real Techniques settin eru fáránlega sniðug gjöf sem ég mæli mjög mikið með. Það vantar alltaf öllum bursta og það eru komin mörg sniðug limited sett núna sem mörgum langar að safna. Mæli klárlega með þessum settum þau fást t.d. í Hagkaup og Lyf&Heilsu. 
28. Maskarnir frá Loreal eru algjört æði, þetta eru leirmaskar og hreinsa húðina mjög vel. Fást til dæmis í Hagkaup og Lyf&Heilsu. 
29. Seinast en ekki síst er það þetta skyggingar kit frá Wet n' Wild. Svona ,, contour kit '' eru rosalega vinsæl núna og þetta er með þeim betri sem ég hef prófað. Formúlan er svo mjúk og litirnir fallegir, fæst hjá shine.is.

Það er svo ótrúlega margt á snyrtivörumarkaðnum sem er svo sniðugt í gjafir og núna eru snyrtivörur mjög mikið í tísku og vinsælt í jólapakkann!